Hvernig viljum við landinn hafa framtíðar samfélagið á Íslandi ? Viljum við hafa samfélag, þar sem velferð þegnanna er í fyrirrúmi og í hávegum haft, þar sem lýræðið er ekki orðin tóm og stjórnmálamenn og alþingismenn eru í þjónustu almennings, en við almenningur ekki í þjónustu ráðstjórnarmanna landsins.
Stærsti svarti " JÓKERINN" í samfélaginu var settur inn með kvótkerfinu og eignarhaldi á sameiginlegri auðlind þjóðarinnar fiskinum í sjónum. Eins og flestir vita erum við með mynt sem heitir Króna og hefur hún lengstum verið baktryggð með fiskinum í sjónum, sameiginlegri eign þjóðarinnar. Hvernig stendur á því að stjórnmálamenn/Alþingi veitir fáeinum kvótagreifum rétt til "Einkaávöxtunar" á baktryggingu (undirstöðu) íslensku myntarinnar Krónu ? Það kæmi til byltingar í USA ef ráðstjórnarmenn þar í landi myndu afhenda fáeinum aðilum gullforðabúr Fort Knox (baktrygging USA Dollars ) til einkaávöxtunar ! Í umræðum um Evrópusambandið og hugsanlega inngöngu þar, koma reglulega háværar raddir með alvarlegum mótmælum, þess efnis að ef við göngum þar inn þá missum við stjórn og yfirráð yfir sjávarauðlindunum ! Nota Bene ! Við (almenningur, Íslendingar) erum nú þegar búnir að missa yfirráð á sameign þjóðarinnar í hendur fáeinna kvótagreifa ! Við þessa ráðstjórn "höfðingjanna" var komið á glæpsamlegri misskiptingu og ranglæti gagnvart almenningi . Þessi forgjöf til greifanna hefur orðið til þess að á flestum sviðum þjóðfélagsins er græðgisvæðingin allsráðandi ,fjármálageirinn,orkugeirinn, þjóðlendur,vatnalög, eftirlaunafrumvarpið fræga hans Davíðs , ásamt fjölmiðla frumvarpinu afturreknu, og nú nýjast RUV frumvarpið sem var samþykkt á Alþingi. Svo ekki sé minnst á fjárþörf "ráðstjórnarmanna" á Íslandi, hækkun skatta,undanfarin ár.
Baugsmálið er nú um þessar mundir að opinberast fyrir þegnum landsins, og kostnaðurinn af því öllu . Réttast væri að láta "Motorana" á bak við borga brúsann og svipta þá öllum fínu eftirlaununum , í það minnsta reka þá úr "fínimannastörfum" sem þeir þykjast sinna.
Stjórnmálamenn og alþingismenn ásamt opinberum embættismönnum eru og skulu verða í þjónustu almennings,við borgum þeim launin .
Rúsínan í Endanum : Hannes Hólmsteinn fullyrðir að " Jöfnuður á Íslandi hafi aukist öllum til hagsbóta" Þetta finnur hann með samanburði við fátæktarsvæði , t.d. eins og Bangladesh ofl.
Þetta kallast að búa í fílabeinsturni .
Adolf Hitler barðist til sigurs,allt til dauða.
Og Tortímdi Þýsku Þjóðinni í leiðinni.
Sannur Sigur,er LÍFIÐ !
Munið að öll bófafélög tortíma sjálfum sér að lokum.
Spurningin er eingöngu, hvenær,og hversu margir falla vegna þeirra.
Áhugaverðir Linkar :
Engin ummæli:
Skrifa ummæli